Kursk Frances svört (2 gr.)
1.595 kr.
Kursk Frances túba svört (2gr.)
Kursk túburnar eru öðru vísi en allar aðrar túbur sem þú þekkir. Kursk
hausarnir eru þungir tungsten hausar og sökkva því hratt en það sem skilur á milli Kursk og hefðbundinna túba er það að í stað þess að taumur eða taumaefnið þræðist inn að framan fer taumaefnið inn um hlið túbunnar líkt og á gárutúbum.
Fyrir vikið hreyfist Kursk túban með rykkjum og skrykkjum við botn.
Þessi hreyfing túbunnar gerir það að verkum að hún veiðir ótrúlega vel, ekki
síst síðsumars og á haustin þegar kólna fer, bæði sjóbirting og lax.
Við mælum sérstaklega með því að notað sé Maxima Chameleon taumaefni sem þolir mikið hnjask og núning svo og heimsins bestu túbukrókar frá Ken Sawada.
(Krókar fylgja ekki með.)