Lord Hrútfjörð
650 kr.
Lord Hrútfjörð
Lord Hrútfjörð er klárlega ein af okkar uppáhalds nýju flugum frá því í sumar. Þetta er einstaklega falleg nett fluga sem einhvernveginn kallaði á veiðimenn á flugubarnum okkar í sumar og veiddi afar vel enda eins og við höfum minnst á áður liggja einhverjir galdrar í flugum þar sem grænt og svart blandast.
Um fluguna vitum við lítið annað en það að hún er góð og um nafngiftina vitum við ekkert. En hönnuður þessarar skæðu flugu er hinn þekkti veiðimaður, hnýtari og veiðileiðsögumaður Sigþór Steinn Ólafsson.




