Rektor
495 kr.
Rektor
Hönnuður: Kolbeinn Grímsson
Rektor er ein af fjölmörgum frábærum flugum hönnuðum af Kolbeini Grímssyni.
Rektor er afbragðs straumfluga í urriða, ekki síst í Laxá í Mývatnssveit þar sem flugan var hnýtt og fyrst reynd með mögnuðum árangri.
Rektorinn er einnig stundum hnýttur með þungri keilu til notkunar í meiri straumþunga.
Hér er uppskrift sem styðjast má við:
Rektor
Krókur – Ahrex NS110 Streamer.
Tvinni – Gulur UNI 8/0.
Vöf – UNI koparvír.
Stél og búkur – 4 svartbekkjóttar gular hanabakfjaðrir sem eru festar utanum legg öngulsins og standa aftur úr. Stundum er byggt undir fjaðrirnar t.d. með gulu ullarbandi eða „dubbi“ til þess að þykkja búkinn.
Vængur – Hár úr gullituðu íkornaskotti.
Hringskegg – Svartbekkjótt gul hanabakfjöður.
Kinnar – Frumskógarhani (Jungle Cock). Oft illfáanlegur en þá mælum við sérstaklega með Semperfli gerfifjöðrum.
Haus – Rauður.
Það verður að segjast að hnýtingin á Rektor er óhefðbundin en er mun einfaldari en hún lítur út fyrir við fyrstu sýn.
Hér að neðan er stikla úr Sporðaköstum frá 1993 þar sem Kolbeinn heitinn Grímsson hnýtir þessa frábæru flugu. – (heimild – fos.is)