Sweeney Todd
495 kr.
Sweeney Todd
Sweeney Todd er afburða góð straumfluga jafnt í urriða sem bleikju en samt alltof lítið notuð.
Sweeney Todd er eftir Richard Walker sem gaf flugunni þetta nafn til að undirstrika hve skæð og hættuleg hún er fiskum.
Sweeney Todd var nefnilega fjöldamorðingi sem var uppi um miðja nítjándu öld. Hann var rakari og skar viðskiptavini sína á háls með flugbeittum rakhníf. Sagt er að hann hafi síðan fært félaga sínum í glæpunum, frú Lovett líkin sem gerði kjötbökur úr þeim.
Afsakið, þetta er ekki mjög jólaleg frásögn en flugan er skæð.
Í dag er deilt um hvort Sweeney Todd hafi verið uppi í raun og sann eða hvort hann sé einungis skáldsagnarpersóna.
Fyrir áhugasama fluguhnýtara kemur uppskriftin hér:
Krókur – Legglangur Ahrex straumflugukrókur
Tvinni – Svartur Semperfli Classic Waxed 6/0
Vöf – Ávalt UNI silfurtinsel
Búkur – Svart Semperfli flos
Frambúkur – Magentalitað Semperfli flos
Skegg – Fanir af Magentalituðu íkornaskotti
Vængur – Hár af svartlituðu íkornaskotti
Haus – Svartur








