Þegar haldið er til rjúpnaveiða þarf að hafa huga að íslenskt veðurfar getur verið fjölbreytt og breyst á mjög skömmum tíma og þá sérstaklega til fjalla.
Því er mikilvægt að hafa fatnað og skóbúnað í lagi. Góð ullarnærföt innst klæða, síðum buxum og langerma. Þeir sem ekki þola gamla föðurlandið geta fengið sér mjúk Merino ullarnærföt. Þá eru góðar göngubuxur, legghlífar, húfa og hlýir vettlingar nauðsynlegir ásamt góðri yfirhöfn t.d. vind og regnheldri úlpu eða skel því hitastig getur fallið mikið þegar degi tekur að halla og hætta á ofkælingu getur verið mikil.
Góður rjúpnapoki eða rjúpnavesti er ekki bara þæginlegur við veiðarnar heldur nauðsynlegur til að geyma nesti, auka ullarsokka, höfuðljós, flautu, vasahníf, mannbrodda, GPS eða síma, áttavita og landakort ásamt öðrum neyðarbúnaði sem allir rjúpnaveiðimenn þurfa að hafa meðferðis.
Mikilvægt er að láta nánustu aðstandendur vita um ferðaáætlun áður en farið er af stað. Svo má ekki gleyma byssunni eða Rio og Remington veiðiskotunum.
Tékklisti
Innan sviga eru vörumerkin okkar sem við mælum með
Fatnaður:
〈 〉 Úlpa eða skel (Deerhunter eða Simms)
〈 〉 Gönguskó (Treksta)
〈 〉 Göngubuxur (Deerhunter)
〈 〉 Legghlífar
〈 〉 Húfa
〈 〉 Regnföt
〈 〉 Sokkar (Simms)
〈 〉 Vettlingar (Deerhunter eða Simms)
〈 〉 Ullarnærföt (Thermowave)
Búnaður:
〈 〉 GPS eða áttavita og kort (Silva eða UST)
〈 〉 Farsíma
〈 〉 Flautu (UST)
〈 〉 Álpoka (UST)
〈 〉 Skyndihjálparpakka (UST)
〈 〉 Vasahníf (JKR)
〈 〉 Klósettpappír
〈 〉 Blöð til að vefja um rjúpuna
〈 〉 Mannbroddar
〈 〉 Höfuðljós/vasaljós (Loon)
Nesti:
〈 〉 Samlokur, kaffi/te eða kakó, súkkulaði, hnetur og vatn eða djús
Veiðiútbúnaður:
〈 〉 Haglabyssu (Úrvalið er í Veiðihorninu)
〈 〉 Rjúpnavesti (Badlands)
〈 〉 Skot (Rio og Remington)
〈 〉 Skotabelti (Allen)
〈 〉 Sjónauka (Leupold)
〈 〉 Hreinsisett (Allen eða Shooters Choice)
〈 〉 Byssuleyfi og veiðikort
Förum varlega á Fjöllum.
Góða skemmtun,
Ingvar
Ljósmyndir/Golli