Alps veiðistöskur og birgi í miklu úrvali

Ný sending frá Alps Outdoorz í Bandaríkjunum er komin.

Þú færð vandaðar veiðitöskur og birgi í ýmsum stærðum og gerðum frá Alps Outdoorz í Bandaríkjunum í Veiðihorninu. Alps er góður félagi skotveiðimannsins í felulitum hvort sem það er ofan í skurði eða úti á akri. 
 
Í töskunum er hægt að geyma á haganlegan hátt allt sem er nauðsynlegt að hafa með þegar haldið er til veiða. Alps eru vandaðar og góðar veiðvörur á hagstæðu verði. Hugsað er fyrir hverju smáatriði þannig að veiðimenn geti einbeitt sér að því sem máli skiptir – bráðinni.
 
Vöðlutaska með mottu til að standa á þegar farið er í og úr vöðlum, dagpoki með festingum fyrir riffil og allt sem tilheyrir er meðal þess sem Alps hefur upp á að bjóða. Einnig fullorðins birgi sem rúma vel fjóra veiðimenn og hund. Hægt er að fá sérstök hundabirgi og margt fleira.

Alps er rótgróið fjölskyldufyrirtæki þar sem ástríða og skilningur veiðimanna á mikilvægi vandaðs búnaðar ræður för. Alps hvetur til þess að virðing fyrir náttúrunni sé í hávegum höfð þannig að komandi kynslóðir geti áfram notið ríkulegra veiðilendna.

Við bjóðum þrjár gerðir af birgjum frá Alps …

Alps Alpha Waterfowl Blind Tan

Stórt birgi sem rúmar vel fjóra veiðimenn og hund. Hægt að fá hundabirgi sem tengist birginu og auðveldar aðgengi hundsins úr og inn í birgið. Auðvelt og fljótlegt í uppsetningu og frágangi. Birgið rúllast upp þegar það er tekið saman og er auðvelt í flutningi og fer lítið fyrir í geymslu.
Birgið vegur aðeins 17,6 kíló.

Alps Legend Layout Blind MAX-7

Þægilegt birgi sem auðvelt er í samsetningu og flutningi. MAX-7 felumynstur. Vatnsheldur botn. Strappar til þess að koma fyrir korni / hálmi og hylja birgið enn betur. Þægilegur seta og bólstraður höfuðpúði. Bakpokaólar til að auðvelda flutning.

Alps Zero-Gravity Layout Blind MAX-7

„Zero Gravity“ bekkurinn liggur neðarlega. Þægilegt birgi með góðu útsýni. Auðvelt í uppsetningu og flutningi. Hægt að fjarlægja ytra birði birgisins. Strappar til að raða í korni / hálmi og hylja birgið enn betur. Bakpokaólar til að auðvelda flutning. Þægilegur bekkur og bólstraður höfuðpúði.

Förum varlega á veiðislóð.
Góða skemmtun,
Veiðihornið

Alps Outdoorz – Felubirgi í netverslun

-30%
Original price was: 139.900 kr..Current price is: 97.930 kr..
-30%
Original price was: 78.995 kr..Current price is: 55.297 kr..
-30%
Original price was: 78.995 kr..Current price is: 55.297 kr..