Nú ber vel í veiði. Fjölmörg vortilboð bíða stangveiðimanna í Veiðihorninu. Sólin hækkar á lofti með hverjum degi og því rétt að gera sig klár fyrir komandi veiðiferðir. Ævintýri bíða.
Verulegur afsláttur er af völdum vörum.
Til dæmis má nefna vöðlur og skó á allt að 50% afslætti, vöðlujakka á 30% afslætti og frábæra vöðlupakka. Nú er sannarlega rétti tíminn til að endunýja vöðlur og skó og efla stangarkostinn.
Ýmsar stangir eru á veglegum afslætti, bæði kast- og fluguveiðistangir og veiðihjól. Skyrtur og hlý undirföt má heldur ekki vanta á veiðislóð svo fátt eitt sé nefnt.
Vortilboðin gilda jafnt í netverslun og í verslun Veiðihornsins Síðumúla
Verið velkomin – það er vor í lofti!
Vortilboð - stangveiði