Veltu því við – Tvö blöð í einu.
12. árgangur veiðiblaðs Veiðihornsins er kominn út.
Að þessu sinni var farin önnur leið í efnisvali en áður og má segja að blaðið sé bólgið af skemmtlegu og fræðandi efni auk fjölda glæsilegra ljósmynda. Eigendur Veiðihornsins ákváðu að fara þessa leið að þessu sinni og færa íslenskum veiðimönnum blaðið sem einskonar afmælisgjöf í tilefni 25 ára afmælis Veiðihornsins fyrr á þessu ári.
Í raun eru blöðin tvö í einu. Í stað baksíðu eru forsíðurnar tvær þar sem önnur vísar veginn í skotveiðihluta blaðsins en hin í stangveiðina.
Ritnefnd VEIÐI XII skipuðu þau Ólafur Vigfússon, María Anna Clausen, Eggert Skúlason og Heimir Óskarsson sem einnig á heiður að útliti blaðsins. Forsíðumynd stangveiðihluta blaðsins er eftir Golla (Kjartan Þorbjörnsson) en á skotveiðiforsíðu er mynd eftir Pétur Alan Guðmundsson (Pétur í Melabúðinni). Blaðið er prentað á vandaðan vistvænt vottaðan pappír hjá Litlaprenti.
Blaðinu er dreift frítt í Veiðihorninu Síðumúla 8 en auk þess sendum við eintak með öllum pöntunum í netverslun.
Afgreiðslutími Veiðhornsins 12.–15. maí
af tilefni Simmsdaga og útgáfu VEIÐI XII:
12. maí, föstudagur: 9:00-18:00
13. maí, laugardagur: 10:00-16:00
14. maí, sunnudagur: 11:00-15:00
15. maí, mánudagur: 9:00-18:00