Fluguhnytingar 1 – Verkfæri
Um aldamótin síðustu framleiddi Veiðihornið fluguhnýtinganámskeið sem gefið var út fyrst á VHS og síðar á DVD.
Kennari á námskeiðunum var einn fremsti fluguhnýtari landsins, Sigurjón Ólafsson.
Þorsteinn J hefur nú klippt námskeiðið niður og skreytt og áformum við að birta það hér fram til vorsins.
Námskeiðið hentar sérstaklega byrjendum en einnig eru hér mörg góð ráð sem vanir hnýtarar geta nýtt sér.
Hér í fyrsta þætti er fjallað um fluguhnýtingaverkfærin.
Njótið vel.
Landsins mesta úrval af fluguhnýtingaefni er í Veiðihorninu Síðumúla 8.