Fluguhnýtingar 2 – Peacock
Fyrir hartnær 20 árum framleiddi Veiðihornið 2 fluguhnýtinganámskeið og gaf fyrst út á VHS en síðar á DVD.
Einn besti fluguhnýtari landsins sá um kennsluna.
Nú gefum við námskeiðið út á ný á Facebook síðu Veiðihornsins en einnig hér á Vimeo síðu okkar.
Námskeiði er einkum ætlað byrjendum en vanir hnýtarar finna hér einnig góð ráð.
Þorsteinn J hefur lagfært efnið, klippt það niður og skreytt.
Í þessum kafla er flugan Peacockk hnýtt. Einföld fluga en um leið er farið hér í mörg af undirstöðuatriðum fluguhnýtinga.
Njótið vel og munið að landsins mesta úrval af fluguhnýtingaefni er í Veiðihorninu Síðumúla 8.