Askja
650 kr.
Askja
Þeir eru ófáir forráðamenn fyrirtækja sem látið hafa hanna og framleiða veiðiflugu fyrir fyrirtæki sitt. Margar eru einungis dægurflugur og lifa stutt. Aðrar sanna sig, veiða vel og lifa lengur.
Þessi litla, snotra fluga heitir Askja og er ein þeirra sem veiðir vel. Enn og aftur kemur ljósmyndarinn og veiðileiðsögumaðurinn, Sigurjón Ragnar við sögu en hann gerði þessa flugu fyrir fáeinum árum.
Askja er dæmigerð birtufluga en ljósar flugur, hnýttar á silfurkrók veiða alltaf sérlega vel í björtu veðri.
Góða skemmtun á bakkanum í sumar.







