Ívar Örn Hauksson gaf okkur góðfúslegt leyfi til birtingar þessarar fluguhnýtingamyndar hér. Njótið vel.
BH Black Killer
380 kr.
Killer
Killer ásamt Peacock eru líklega einhverjar þekktustu innlendu silungapúpurnar.
Upphaflega er flugan hönnuð 1975 (Heimild fos.is) og því að verða hálfrar aldar gömul.
Þegar sá sem þetta ritar (Óli í Veiðihorninu) kynntist Killer fyrst var hún gjarnan hnýtt án kúlu en með blývafningi undir klæðningu til þyngingar og undantekningarlaust hnýtt á tvíkrækju.
Killer veiðir jafnt urriða sem bleikju en hefur einnig verið gjöful í laxveiði, veidd andstreymis síðsumars í litlu vatni. Þá má gjarnan þyngja Killerinn enn frekar með kúlu úr Tungsten.
Killer veiðir silung frá því snemma á vorin þangað til seint á haustin.
Killer er oftast hnýttur með rauðri rönd en einnig má hnýta hann án rauðu randarinnar líkt og flugan sem fylgir boxinu þínu í dag.
Til gamans má geta þess að síðan Killer leit dagsins ljós hefur þessi gjöfula fluga verið hnýtt í fjölmörgum litum og afbrigðum.
Hér að neðan sýnir Ívar Örn Hauksson í Flugusmiðjunni hvernig Killer er hnýttur.