Black Gnat þurrfluga

385 kr.

Black Gnat þurrfluga

 Fyrstu heimildir um Black Gnat eru frá því rétt fyrir 1800 og er hér því um að ræða eina elstu veiðiflugu sem við þekkjum  Black Gnat hefur allar götur síðan verið afar sterk fluga og í raun skyldueign allra silungsveiðimanna.

Black Gnat er bæði hnýtt sem votfluga en einnig sem þurrfluga eins og hér. 

Black Gnat er gjarnan hnýtt í stærðum 12 og niður í 20.

Fyrir þá sem vilja spreyta sig á að hnýta þessa veiðnu þurrflugu er uppskriftin hér en hún er fengin úr bókinni Veiðiflugur Íslands sem við vitnum oft í:

Krókur – Ahrex þurrflugukrókur í stærðum 12 til 20
Tvinni – Svartur Semperfli Nano Silk
Stél – Fanir úr svartlitaðri hanahálsfjöður
Búkur – Svört ull
Vængur – Fanir úr grálitum vængfjöðrum starra (hér má einnig nota fanir úr andafjöðrum)
Kagi – Svört hanahálsfjöður
Haus – Svartur

Hönnuður þessarar einstöku flugu er ókunnur.

Fátt er skemmtilegra en að veiða silung á þurrflugu á fallegur sumarkvöldi.
Góða skemmtun.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kortagreiðsla - Færsluhirðing Landsbankans
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies