Blue Willie
650 kr.
Blue Willie
Hér verðum við að játa á okkur skömmina því við vitum fátt annað um þessa fallegu flugu en það að hún veiðir vel.
Blue Willie eignaðist sinn stað á flugubar Veiðihornsins í vor eftir að henni var gaukað að okkur af viðskiptavini sem sagði að flugan hefði reynst honum vel og það nokkuð víða.
Við í Veiðihorninu erum forvitin og fannst flugan falleg. Því fengum við vini okkar hjá Shadow Flies til að hnýta fluguna fyrir okkur. Enginn þeirra reyndari fluguhnýtara þekktu fluguna frekar en við.
Eftir nokkuð grams á internetinu komumst við helst að þeirri niðurstöðu að hér væri á ferð blá útfærsla á Willie Gunn en erum ekki viss.
Ef þú hefur frekari upplýsingar um þessa litlu og snotru flugu sem veiðir svo vel þætti okkur vænt um að heyra frá þér.
Taktu hana með í sumar.
Góða skemmtun.






