Frances Rauð með Kúluhaus

695 kr.

Frances Rauð með kúluhaus

Peter Deane hannaði fluguna Black Eyed Prawn á sjöunda áratug síðustu aldar.  Flugan þróaðist með árunum í þá flugu sem við þekkjum, Frances.

Frances flugan var afar umdeild og er jafnvel enn.  Enn eru til veiðimenn sem setja Frances aldrei undir þar sem þeir telja “Frances ekki vera flugu”
Hvað sem öllum fordómum líður þá er Frances einhver algjöfulasta laxafluga hér á landi.  Bæði er það það að flugan er feyki góð en einnig eru margir firskar skráðir á hana vegna þess að hún er mikið notuð.

Frances er hnýtt í mörgum stærðum, útfærslum og litum.  Rauð Frances er að öllu jöfnu talin sú besta.

Hér er nýstárleg útfærsla þessarar mögnuðu flugu.  Frances með kúlu kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir aðeins 5 árum, sló strax í gegn og er orðin langsöluhæsta laxaflugan á flugubarnum í Veiðihorninu.  Sögurnar sem við heyrum af aflabrögðum þessarar flugu skipta orðið hundruðum.

Með lítilli brasskúlu við augað er þessi fluga lítið eitt þyngri en óþyngdar flugur og situr þar af leiðandi örlítið undir yfirborði vatns. 

Rauð Frances fluga, hnýtt á gylltan krók og þyngd með gullkúlu má ekki vanta í boxið þitt.
Prófaðu einnig Svarta Frances með kúluhaus.  Hún gefur þeirri rauðu lítið eftir.

Hér er uppskrift sem styðjast má við:

Frances Rauð með gylltri kúlu
Krókur – Ahrex HR390G.
Tvinni – Rauður UNI 6/0.
Fálmarar – Stilkar af hanafjöður þar sem fanir hafa verið rifnar af.  Gjarnan tveir brúnir og tveir ljósir.
Stél – Fanir af fasana stélfjöður.
Búkur – Rautt UNI Yarn eða spunnið rautt selshár fyrir lengra komna.
Vöf – Gyllt UNI gull tinsel.
Búkfjöður – Brún hanahálsfjöður.
Haus – Rauður.

Bara með því að skipta rauða UNI Yarn búkefninu í svart er svartur Frances orðinn til.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið