Frances Svört örfluga á gullkrók

650 kr.

Frances Svört

Peter Deane hannaði árið 1964 rækjueftirlíkingu og ber sú nafnið Black Eyed Prawn eða BEP eins og margir veiðimenn kjósa að skrá hana í veiðibækur.

Með árunum þróaðist BEP flugan og varð að hinni hefðbundnu, klassísku, frægu og frábæru Frances flugu.  Sagt er að kona nokkur sem vann við fluguhnýtingar hjá Peter Deane hafi heitið Frances og hafi flugan fengið nafn sitt frá þeirri ágætu konu.

Í dag má segja að Frances sé ekki fluga í þeim skilningi heldur heil fjölskylda fllugna því útfærslurnar og tilbrigðin eru mörg hnýtt á hefðbundnar tví- og þríkrækjur en einnig allar gerðir röra og með allskyns kúlum, keilum og hausum.

Rauð Frances er líklega sú vinsælasta en fjölmargir veiðimenn fullyrða að sú svarta sé mun sterkari.  Hvað sem því líður þá veiðir svört Frances með gulum haus, hnýtt á örkrók allt sumarið.

Eins og kemur fram hér að ofan eru tilbrigðin mörg og ólík.  Fjölbreytt úrval Frances flugna er fáanlegt á flugubarnum okkar í Síðumúla 8.
Fyrir fluguhnýtara er hér uppskrift sem styðjast má við:

Frances – Svört örfluga
Krókur – VMC 9617N (silfur) eða VMC 9617G (gull).
Tvinni – Svart Semperfli Nano Silk.
Fálmarar – Brúnir og hvítir stilkar úr hanahálsfjöðrum ásamt fönum úr stéli hringfasana.
Vöf – Ávalt UNI gull tinsel.
Búkvöf – Brún hanahálsfjöður.
Búkur – Svart UNI ullargarn eða spunnin selsull (dub).
Haus – Gulur.

Viljir þú hnýta Frances örflugur í öðrum litum er nóg að skipta út búkefninu í þann lit sem þú kýst.  Við mælum sérstaklega með því að þú eigir Frances örflugu í nokkrum litatilbrigðum og ekki síst í kóngabláum lit sem hefur sannað sig svo um munar síðustu árin.

Clear

Shadow Flies