Green Butt Longtail örfluga

650 kr.

Green Butt

Fjölmargir laxveiðimenn halda mikið uppá Green Butt enda líklega ein besta alhliða laxaflugan á markaðnum. 

Green Butt er hnýtt í mörgum tilbrigðum en sá sem þetta skrifa heldur mest uppá hana þegar hún er hnýtt í þessari útfærslu; Longtail á agnarsmáa silfur þríkrækju. 

Green Butt virkar allt sumarið en er þó best síðsumars og þá þegar hún er strippuð hratt yfir lygna hylji.

Hér er uppskrift sem styðjast má við:

Green Butt
Krókur – VMC 9617N.
Tvinni – UNI 8/0.
Stél – Nokkur hár af svartlituðu íkornaskotti.
Broddur – Ávalt UNI silfur tinsel og flúrgrænt GloBrite.
Vöf – Ávalt UNI silfur tinsel.
Búkur – Svart UNI flos.
Skegg – Fanir af svartlitaðri hanafjöður.
Vængur – Hár úr svartlituðu íkornaskotti.
Haus – Svartur.

Prófaðu einnig að hnýta þessa skæðu flugu á svartan krók til notkunar á dimmum veiðidögum.

Clear

Shadow Flies