Handbók veiðimannsins – Silli kokkur
8.995 kr.
Handbók veiðimannsins.
60 blaðsíðna, uppskriftabók úr smiðju Silla kokks.
Í bókinni eru fjölmargar uppskriftir gómsætra villibráðarrétta auk meðlætis. Uppskriftirnar eru settar fram á einfaldan hátt og með fallegum myndskreytingum.
Silli kokkur er matreiðslumeistari og landsfrægur veiðimaður. Silli og fjölskylda reka veisluþjónustu og matarvagn. Matarvagn fjölskyldunnar hefur tekið þátt í keppninni um götubita ársins og sigrað keppnina í öll þrjú skiptin sem hún hefur verið haldin.
Matarvagn Silla kokks var sendur til Þýskalands í haust sem fulltrúi íslenskra götubita og skemmst er frá því að segja að Silli lenti í öðru sæti keppninnar bæði hjá dómendum svo og gestum auk þess sem gómsæti villibráðar borgarinn var valinn besti hamborgarinn í Evrópu.
Auk uppskrifta má finna ráðleggingar og upplýsingar um verkun villibráðar í þessari bók sem á heima í eldhúsum allra landsmanna.
Uppselt