Pink Comet
650 kr.
Pink Comet
Nú er komið að því. Loksins laxafluga fyrir Hnúðlax.
Stofn hnúðlax eða bleiklax eins og hann er einnig nefndur er stærsti stofn Kyrrahafslaxa en þeir eru fimm.
Fyrir einhverjum áratugum fluttu rússar hnúðlax úr Kyrrahafinu og hófu tilraunaeldi við Kolaskagann. Þessi laxfiskur hefur síðan þá breiðst út, fyrst niður með ströndum Noregs og síðar til Íslands.
Talað er um tvo stofna hnúðlax, annar er kenndur við oddatöluár en hinn við sléttu tölurnar, þar sem oddatölu stofninn er mun stærri.
2025 áttum við því von á stórum göngum hnúðlaxa í okkar ár svo við fengum Shadow Flies til þess að framleiða fyrir okkur nokkrar gerðir af Kanadískum hnúðlaxaflugum. Pink Comet er ein þeirra.
Við vitum af nokkrum hnúðlöxum sem létu glepast en það skemmtilega er að Pink Comet reyndist afburða vel í sjóbleikju.




