Sage Sonic Outfit

139.900 kr.

Sage Sonic Outfit

Einstakt tækifæri til að eignast fluguveiðipakka af vönduðustu gerð á verulega góðu verði.

Við höfum sett saman einhendupakka með Sage Sonic flugustöng, Redington Run hjóli og nýju Rio Þyt línunni.  Verðið á þessum pakka er eins og á stakri stönginni eða með öðrum orðum færðu frítt Redington Run fluguhjól, Rio Þyt og undirlínu frítt með stönginni.

Mjög takmarkað magn í boði á einstöku verði sem ekki verður endurtekið.

Stöngin

Sage Sonic er byggð á Konnetic tækni Sage og er því afar kraftmikil og
nákvæm en um leið sterkbyggð.
Sage Sonic einhendurnar eru góðar alhliða stangir, fáanlegar í ýmsum lengdum
og línuþyngdum.  Hvort sem þú leggur smáa þurrflugu ljúflega á vatn eða
þarft að koma stórri straumflugu langt út er Sage Sonic stöngin fyrir þig.
Hvergi er til sparað í korki og lykkjum   Sage Sonic eru fjögurra
hluta stangir og koma í vönduðum álhólki.

Allar Sage flugustangir eru handgerðar á vinnustofu Sage á Bainbridge eyju,
útifyrir Seattle í Bandaríkjunum.

Hjólið
Redington Run er létt hjól úr áli með koltrefja bremsudiskum og mjúku átaki.  Hjólið er breiðkjarnahjól svo fljótlegt er að taka in slaka á línu eða spila fisk.  Hjólið er fáanlegt fyrir vinstri og hægri snú.  Hulstur fylgir.

Línan
Rio Þytur er flotlína sem er framleidd hjá Rio í Idaho í Bandaríkjunum fyrir Veiðihornið.  Línan er með 7.3 metra haus og 2.7 metra mjókkun.  Línan er því afar auðveld í köstum og hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.  Kjarni línunnar er sterkur og með 7% teygju.  Kápan er SlickCast sem er sleipasta og endingarbesta kápan á markaðnum.  Rio Þytur er þrílit lína með gulum haus og appelsínugulri rennilínu.  Hleðslukaflinn á milli hauss og rennilínu er 1.5 metrar og hjápar flugukastara við að meta hve langt þarf að vera úti til þess að hlaða flugustöngina vel í kasti.

Clear

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Sage