White Wing

650 kr.

Önnur fluga jóladagatalsins 24 laxaflugur til jóla er vel þekkt, afskaplega veiðin en alltof lítið notuð gömul klassísk laxafluga hér útfærð sem léttklædd á tvíkrækju.

White Wing

Að margra mati er White Wing ein fallegasta laxaflugan.  Eins og kemur fram hér að ofan líta fluguveiðimenn of oft framhjá þessari flugu í boxinu og seilast í einhverja aðra og þekktari.

White Wing var hönnuð um miðja nítjándu öld af skotanum James Wright.  Flugan var mikið notuð í stóru skosku ánum um árabil og þótti sérstaklega veiðin í næturveiði sem skýtur skökku við því þumalputtareglan segir að dökkar flugur veiði betur í myrkri.

White Wing er sérstaklega góð síðsumarfluga og ekki síst í björtu veðri.  Margir laxar hafa stokkið á White Wing bjarta, kalda septemberdagana.

Mér hefur hún reynst best þegar hún fær að „swinga“ hægt yfir hylji þar sem rennsli er ekki hratt.

Hafir þú ekki reynt White Wing skaltu endilega prófa hana seint í águst og í september á næsta ári. 

Góða skemmtun á bakkanum,
Óli í Veiðihorninu

Clear

Shadow Flies