Xmass Tree 2
995 kr.
Jólatré
Hugmyndavinnu að þessari flugu eiga Óli í Veiðihorninu og Niklas Dahlin hjá Shadow Flies.
Flugan er hnýtt á straumflugukrók í silungaflugudagatalinu en á laxaeinkrækju í laxaflugudagatalinu.
Nei, hún er ekki bara skraut þessi fluga. Við vonum að þú hnýtir hana undir í sumar og veiðir hana eins og þú værir að veiða með þurrflugu. Við erum klár á því að stórir urriðar munu ekki standast jólatréið þar sem það liðast í yfirborðinu niður straum.
Stundum þegar taka er erfið þarf að gera eitthvað öðruvísi. Til dæmis að nota flugur sem ekki hafa verið sýndar áður. Þá kemur sér vel að eiga jólatré. Þessi fluga er ekki í fjöldaframleiðslu. Eingöngu þú og aðrir sem eiga jóladagatalið 24 silungaflugur til jóla eiga þessa flugu.
Við
viljum nota tækifærið og segja þér frá nýju áskriftinni okkar en Veiðihornið hóf að selja veiðiflugur í áskrift nú í nóvember. Þetta framtak hefur slegið í gegn og áskriftafjöldinn hefur farið framúr okkar björtustu vonum. Kynntu þér áskriftina hér í hlekk neðar á síðunni.
Um leið og við hjá Veiðihorninu þökkum þér samfylgdina í jóladagatalinu í desember óskum við þér og þínu fólki gleðilegrar jólahátíðar með von um
farsælt og fengsælt nýtt veiðiár,
María, Óli og starfsfólk Veiðihornsins
Uppselt