Thermowave til Veiðihornsins.

Nýtt merki í Veiðihorninu.

Það er ansi mikið um breytingar hjá okkur í Veiðihorninu þessar vikurnar og mikið að gera. 
Nú nýverið sögðum við frá því að við höfum tekið við umboði nokkurra merkja í skotveiði og skotfimi.  Merkja á borð við Caldwell, Tipton, UST, Shooters Choice og fleiri.
Fyrstu sendingar frá Caldwell, Tipton og UST eru þegar komnar og fyrsta sending frá Shooters Choice er rétt handan við hornið.

Nýtt merki sem við kynnum nú til sögunnar hér er Thermowave.  Thermowave er Litháenskt fyrirtæki, framleiðandi hágæða undirfata úr Merinoull.  Fyrsta sending er nú á leið til landsins og væntanleg innan tíðar.  Við höfum komið mjög góðu úrvali af Merino undirfötum frá Thermowave fyrir í netverslun svo hægt er að skoða strax.  Pantanir verða virkjaðar í netversluninni um leið og sending kemur á lager.

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttirnar fyrst.

Veiðihornið