Vandaðir stangahaldarar.

Stangahaldarar frá Tight Line, Sumo og Vac Rac. Gott úrval.
 

Við vorum að fá stangahaldarana vinsælu frá Sumo og Tight Line og eigum nú mikið úarval af þessum vinsælu og traustu stangahöldurum.

Það er mikilvægt að vanda valið þegar kemur að stangahöldurum  því oft liggja mikil verðmæti í stöngum og hjólum á húddi veiðibílsins.

Stangahaldarar frá þessum tveimur virtu framleiðendum hafa notið mikilla vinsælda síðustu árin. 

Sumo stangahaldarar eru stillanlegir á fjölmarga vegu og eru fáanlegir bæði með segulfæti og sogblöðku. Báðar gerðir eru háar svo að hjól rispa ekki vélarhlíf.

Tight Line stangahaldararnir eru afar sterkbyggðir og háir þannig að hjólin sitja hátt frá vélarhlíf bílsins. Tight Line stangahaldararnir eru fáanlegir með 3 + 2 segulfótum þar sem framfestingin hvílir á þremur fótum en toppfestingin á tveimur.  Þá eru Tight Line festingarnar einnig fáanlegar með  með blöndu af segli og sogblöðku og að lokum þar sem báðar festingarnar eru með sogblöðku með lofttæmingarpumpu.

Til viðbótar við ofangreinda stangahaldara eigum við einnig gott úrval frá Vac Rac í Bretlandi en þeir eru einnig á meðal þeirra bestu. 
Í Veiðihorninu Síðumúla og hér í veiðibúð allra landsmanna á netinu getur þú valið um 8 gerðir af vönduðum stangahöldurum.

Stangahaldarar eru alltaf vinsæl jólagjöf. Kíktu á þessa hér fyrir neðan eða skoðaðu úrvalið í jólagjafahugmyndum stangveiðimannsins hér á síðunni.

Óli

-15%
Original price was: 32.995 kr..Current price is: 28.046 kr..
-15%
Original price was: 17.995 kr..Current price is: 15.296 kr..