Gleðilegt sumar – Veiði XIII er komið út

13. árgangur tímaritsins Veiði er komið út og hefst dreifingin í Veiðihorninu í dag, sumardaginn fyrsta.

Sem fyrr er blaðið smekkfullt af vönduðu efni.

Skemmtileg viðtöl við áhugavert fólk, umfjallanir um klúbba og veiðitengd málefni í bland við gagnlegan fróðleik fyrir veiðiþyrsta. Blaðið er sem fyrr, tvö í einu. Það er VEIÐI XIII hefur enga baksíðu, heldur tvær forsíður þar sem önnur leiðir lesandann inn í skotveiðihluta blaðsins en hin í stangveiðihlutann.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins er Ólafur Vigfússon en auk hans skipa ritnefnd María Anna Clausen, Eggert Skúlason og Heimir Óskarsson sem á allan heiður að útliti VEIÐI XIII eins og undanfarin ár. Kjartan Þorbjörnsson (Golli) á báðar forsíðumyndirnar auk fjölda annarra glæsilegra mynda sem prýða blaðið.

Veiði XIII er prentað í 7.000 eintökum á vandaðan, umhverfisvænan pappír hjá Litlaprenti. Við framleiðum þetta einstaka tímarit og gefum  viðskiptavinum Veiðihornsins í þakklætisskyni fyrir tryggðina í bráðum þrjá áratugi.

Blaðinu er dreift frítt í Veiðihorninu Síðumúla 8 en auk þess sendum við eintak með öllum pöntunum í netverslun.