Útivistarfólk hefur tekið OutIn ferðakaffivélunum opnum örmum.
Það er fátt betra en að njóta gæðakaffis í íslenskri náttúru. Fyrsta sending seldist upp en vélarnar er nú hægt að fá á ný í Veiðihorninu Síðumúla 8 og í vefverslun Veiðihornsins.
OutIn tekur bæði malað kaffi og Nespresso- eða Starbucks-hylki. Þú hleður þær með USB-C tengi í bílnum eða með eigin orkubanka og hitar vatnið í rúmar 90 gráður.
Með einu handtaki rennur rjúkandi heitt gæðakaffi í bollann undir öflugum þrýsingi.
Ef heitt vatn af brúsa er notað dugar hleðsla vélarinnar í allt að hundrað bolla. Einfaldara getur það ekki verið! Tíu dropar, hvar og hvenær sem er.
OutIn kemur í tveimur litum – dökkgráum og skógargrænum.
Hægt er að fá handhæga tösku undir OutIn-vélina og átta kaffihylki.