Tökum upp þráðinn og hnýtum sjálf

Fyrirmyndarflugur sem veiða vel

Veiðihornið kynnir skemmtilega nýjung sem við köllum „Hnýtum sjálf.“ Fram á vorið bjóðum við upp á sex fluguhnýtingarpakka. 

Í hverjum pakka er fyrirmyndarfluga, upplýsingar um fluguna, efni til þess að hnýta 15 stykki af flugunni ásamt QR-kóða sem leiðir hnýtarann á kennslumyndband þar sem flugan er hnýtt.
 

Nýr hnýtingarpakki verður kynntur vikulega út apríl.

Ef viðtökur verða góðar tökum við upp þráðinn aftur í haust og kynnum fleiri flugur með þessum hætti. Pakkarnir eru til sölu í Veiðihorninu Síðumúla og í netverslun Veiðihornsins.

Þetta er tilvalin leið fyrir alla þá sem eru að byrja að hnýta og langar að gera sínar eigin flugur.

Fyrsta flugan er auðvitað Peacock sem hönnuð var af Kolbeini Grímssyni. Peacock púpuna er hægt að hnýta í fjölmörgum tilbrigðum. Í þessum pakka er hún hnýtt með þyngingu og kúluhús á leggjalangan Ahrex krók. Peacock má einnig hnýta án þyngingar eða kúlu. Peacock púpan er stundum hnýtt á boginn Grubber-öngul. Gott er að eiga Peacock í nokkrum stærðum.

Uppskrift og allt efni fylgir í pakkanum. Þú smellir bara á  kóðann, hnýtir og veiðir!

Kunnur sænskur hnýtari, Niklas Dahlin, hnýtir fyrirmyndarflugur Veiðihornsins. María Anna Clausen les og leiðbeinir veiðimönnum við að hnýta sínar eigin flugur.

Í næstu viku kynnum við straumfluguna Heimasætuna til leiks.

Horfðu og hnýttu. Væsinn er þinn …

Hnýtingarpakkinn í netverslun ...