Senn koma jólin

24 flugur til jóla – Dagatölin eru komin

Skemmtilegu jóladagatölin eru komin. Fluguhnýtararnir okkar hafa lokið frábæru verki við að hnýta fallegar flugur og og nú erum við að senda út pantanir og að raða í dagatölum í hillurnar.

Jóladagatölin eru tvö líkt og unandfarin ár: 24 laxaflugur til jóla og 24 silungaflugur til jóla. Flestar flugurnar í jóladagatölunum í ár eru nýjar og hafa ekki verið í dagatölunum áður.

Í hverju fluguhólfi dagatalanna leynist QR kóði sem leiðir eigandann á lendingarsíðu með frekari upplýsingum um fluguna eða jafnvel hvernig best er að veiða með henni.

Jólaflugan sjálf er svo sérkapítuli útaf fyrir sig. Flugan sem birtist í 24. glugga dagatalsins 2023 var jólatré og sú sem leyndist þar í fyrra var snjókarl. Nú verður spennandi að sjá hvaða fluga birtist þann 24. desember í ár.

Nú er SAGE flugustöng í vinning!

Nöfn allra sem kaupa jóladagatal í forsölu lenda í potti sem dregið verður úr á aðfangadagsmorgun. Vinningurinn er glæsileg ný flugustöng frá Sage. Um þessa stöng megum við ekki segja meira í bili en við erum komin með hana í hendurnar nú þegar.

Jóladagatöl 2025 í netverslun