Tvíhendur fyrir alla fiska og allar aðstæður

Með hinni byltingarkenndu R8 tækni sem við sáum fyrst í Sage Core R8 einhendunum hefur Sage tekist að gera hina fullkomnu tvíhendufjölskyldu. Orkan flyst án fyrirhafnar á milli hinna þriggja þátta tvíhendukastsins; þegar línunni er lyft úr vatni á auðveldan hátt, stöngin er hlaðin kröftuglega í bakkasti og flugan flutt í framkastinu þangað sem hún á nákvæmlega að lenda

Þessi grein birt­ist áður í blaðinu VEIÐI XIII sem Veiðihornið gaf út í maí 2024. 

Ný stangafjölskylda frá Sage hefur litið dagsins ljós. Tvíhendur fyrir alla fiska og allar aðstæður. Tvíhendur sem ráða jafnt við Skagit, Scandi og hefðbundnar Spey línur.

Hin nýja SAGE Spey R8 er ólík öllum tvíhendum sem komið hafa úr smiðju SAGE undanfarin ár því hér er komin stöng með mun dýpri hleðslu. Með R8 tækninni vinnur þessi fislétta stöng djúpt niður í handfang en skilar afar snörpu kasti með miklum línuhraða og af mikilli nákvæmni.

Með hinni byltingarkenndu R8 tækni sem við sáum fyrst í Sage Core R8 einhendunum hefur Sage tekist að gera hina fullkomnu tvíhendufjölskyldu.

Orkan flyst án fyrirhafnar á milli hinna þriggja þátta tvíhendukastsins; þegar línunni er lyft úr vatni á auðveldan hátt, stöngin er hlaðin kröftuglega í bakkasti og flugan flutt í framkastinu þangað sem hún á nákvæmlega að lenda.

Hvort sem þú kastar fyrir sjóbleikju þarna langt úti, kröftugan og sterkan urriða í vötnum, stóra sjóbirtinga eða lax í millistærðar og stærri ám þá finnur þú hina fullkomnu tvíhendu í nýrri stangafjölskyldu Sage, Sage Spey R8.

Sage Spey R8 stöngin er afar falleg stöng í retrostíl. Litur stangarinnar er ölbrúnn, brotinn upp með fallegum gráum vafningum með gylltum og svörtum röndum. Á stönginni eru flækjuhindrandi Fuji K skotlykkjur auk harð króm snákalykkja og topplykkju. Hjólsætið er úr hnotu og hjólfestingar úr áli. Hjóllæsingar eru uppskrúfaðar á lengri stöngum en niðurskrúfaðar á þeim styttri. Handföng eru þægileg og falleg í senn, gerð úr korki í mestu gæðum.

Sage Spey R8 kemur í svörtum stangarpoka og fallegum álhólki.

Sage Spey R8 tvíhendurnar eru ekki allar byggðar með sömu virkni, heldur eru þær hannaðar fyrir mismunandi aðstæður.

Hvað er R8 tæknin?

Hin nýja, byltingarkennda R8 tækni gerir okkur kleift að gera stöng með enn stífara og sterkara hryggjarstykki en um leið næmari framenda sem eykur tilfinningu veiðimanns fyrir köstunum og flugunni.

Leyndarmál tækninnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi gerir hinn mikli þéttleiki trefjanna okkur kleift að auka þvermál stangarinnar hraðar frá fremsta hluta topps sem eykur styrk hennar. Í öðrulagi gerir hið nýja nanó-herta bindiefni það að verkum að trefjarnar liggja enn þéttar saman en í öðrum stöngum en það eykur tilfinningu, flæði og vald frá hönd til flugu.

Allar Sage flugustangir eru handgerðar í Bandaríkjunum

Við erum ekki stór „andlitslaus“ verksmiðja heldur miklu frekar vinnustaður handverksfólks sem hannar og býr til heimsins bestu flugustangir með höndum okkar og hjörtum.

Við gerum það með því að skiptast á hugmyndum og spyrjum okkur alltaf næstu spurningar til þess að skilja hvað gera þarf til að gera gott ennþá betra.

Hver stöng er gerð fyrir sig á Bainbridge eyju, utan við Seattle í Washingtonfylki. Handtökin eru mörg þar sem hver stöng fer í gegnum hendur 23ja einstaklinga.

Við erum á veiðislóð þar sem allar stangir eru reyndar og þróaðar við allar aðstæður.

 

… í hnotskurn:

  • Hraðar stangir – Djúp hleðsla

  • Byltingarkennda R8 tæknin

  • Retro brúnn öllitur

  • Gráir vafningar með svörtum og gylltum röndum

  • Fuji K flækjuhindrandi skotlykkjur

  • Harðkróm snákalykkjur og topplykkja

  • Ál hjólsæti með niðurskrúfaðri hjólfestingu (uppskrúfuð festing á Switch stöngum)

  • Hnotu innlegg í hjólsæti

  • Laser grafið Sage merki á hjólfestihring.

  • Hágæða korkur í handföngum

  • Svartur stangarpoki með gylltu Sage merki og öllituðum merkimiða

  • Létt bronslitaður álhólkur með granítlituðu loki og gylltum möttum Sage skildi.

  • Handgerðar í Bandaríkjunum.

 

13 tegundir og 4 flokkar SAGE Spey R8

Hér eru á ferð 13 tegundir stanga sem skiptast í fjóra flokka sem öllum er ætluð hlutverk við ólíkar aðstæður. Allar eru þær þó kraftmiklar og hraðar með djúpa hleðslu.

Texti: Ólafur Vigfússon

SAGE SPEY R8 & R8 Core í vefverslun