Sage Spey R8

229.900 kr.

Sage Spey R8

 

Ný stangafjölskylda frá Sage hefur litið dagsins ljós.  Tvíhendur fyrir alla fiska og allar
aðstæður.  Tvíhendur sem ráða jafnt við
Skagit, Scandi og hefðbundnar Spey línur.

 

Með hinni byltingarkenndu R8 tækni sem við sáum fyrst í Sage
Core R8 einhendunum hefur Sage tekist að gera hina fullkomnu
tvíhendufjölskyldu.

Orkan flyst án fyrirhafnar á milli hinna þriggja þátta
tvíhendukastsins; þegar línunni er lyft úr vatni á auðveldan hátt, stöngin er
hlaðin kröftuglega í bakkasti og flugan flutt í framkastinu þangað sem hún á
nákvæmlega að lenda.

Hvort sem þú kastar fyrir sjóbleikju þarna langt úti,
kröftugan og sterkan urriða í vötnum, stóra sjóbirtinga eða lax í millistærðar
og stærri ám þá finnur þú hina fullkomnu tvíhendu í nýrri stangafjölskyldu
Sage.  Sage Spey R8.

 

·     
Hraðar stangir – Djúp hleðsla

·     
Byltingarkennda R8 tæknin

·     
Retro brúnn öllitur

·     
Gráir vafningar með svörtum og gylltum röndum

·     
Fuji K flækjuhindrandi skotlykkjur

·     
Harðkróm snákalykkjur og topplykkja

·     
Ál hjólsæti með niðurskrúfaðri hjólfestingu
(uppskrúfuð festing á Switch stöngum)

·     
Hnotu innlegg í hjólsæti

·     
Laser grafið Sage merki á hjólfestihring.

·     
Hágæða korkur í handföngum

·     
Svartur stangarpoki með gylltu Sage merki og
öllituðum merkimiða

·     
Létt bronslitaður álhólkur með granítlituðu loki
og gylltum möttum Sage skildi.

·     
Handgerðar í Bandaríkjunum.

 

Stangir með ólíka virkni. – Hannaðar fyrir mismunandi
aðstæður.

Kraftmiklar og hraðar tvíhendur með djúpa hleðslu

13 gerðir stanga í fjölskyldunni sem skiptast í fjóra flokka

 

 

Þær stystu

Stuttar tvíhendur, hannaðar fyrir minni ár, þar sem nákvæmni
skiptir meira máli en lengdarköst.  Þar
sem birkihríslur, brattar hlíðar og klettar hindra bakköst og stóra D-boga
veltikasta.
Þessar stangir bera jafnt Scandi og Skagit línur og eru gerðar til þess að leggja
flugur fyrir og kljást við alla fiska.


Tvær gerðir:

7116-4 – 11.6 fet
í fjórum hlutum – 158 gr.

Línuþyngd #7 – Skagit línur 450 – 500 grain – Scandi línur
400 – 450 grain

 8116-4 – 11.6 fet
í fjórum hlutum – 161 gr.

Línuþyngd #8 – Skagit línur 500 – 550 grain – Scandi línur
450 – 500 grain

 

 

Þær léttustu

Léttar tvíhendur með mikinn línuhraða, hannaðar fyrir vötn
og minni ár.  Mikill línuhraði auðveldar
köst í miklum vindi.  Mikill línuhraði
veltir línunni betur þannig að réttist úr taumi og flugan fer að veiða um leið
og hún lendir í vatni.

Þessar stangir bera jafnt Scandi og Skagit línur og eru
gerðar fyrir nákvæmnisköst og alla fiska.


Tvær gerðir:

5126-4 – 12.6 fet
í fjórum hlutum – 166 gr.
Línuþyngd #5 – Skagit línur 350 – 450 grain – Scandi línur 300 – 350 grain

6130-4 – 12.6 fet
í fjórum hlutum – 192 gr.

Línuþyngd #6 – Skagit línur 400 – 450 grain – Scandi línur
350 – 400 grain

 

 

Þær fjölhæfustu

Þennan flokk skipa fjölhæfustu stangirnar í Spey R8
fjölskyldunni.  Stangir í lengdum 12.6
til 13.6 fet, fyrir línuþyngdir 7 til 9.  
Stangir sem henta öllum millistærðar- og stærri ám sem við þekkjum.

Stangirnar í þessum flokki eru gerðar fyrir alla kaststíla
og bera jafnt Scandi og Skagit línur en einnig hefðbundnar Spey línur með
löngum skothausum.

Þessar stangir bera allskyns samsetningar á línum, taumum og
endum fyrir allar aðstæður hér á landi.


Fimm gerðir:

7126-4 – 12.6 fet
í fjórum hlutum – 189 gr.

Línuþyngd #7 – Skagit línur 500 – 550 grain – Scandi línur
450 – 500 grain

7130-4 – 13 fet í
fjórum hlutum – 200 gr.

Línuþyngd #7 – Skagit línur 500 – 550 grain – Scandi línur
450 – 500 grain

7136-4 – 13.6 fet
í fjórum hlutum – 217 gr.

Línuþyngd #7 – Skagit línur 500 – 550 grain – Scandi línur
450 – 500 grain

8130-4 – 13 fet í
fjórum hlutum – 203 gr.

Línuþyngd #8 – Skagit línur 550 til 600 grain – Scandi línur
500 -550 grain

9130-4 – 13 fet í
fjórum hlutum – 220 gr.

Línuþyngd #9 – Skagit línur 600 – 650 grain – Scandi línur
550 – 600 grain

 

 

Þær kraftmestu

Í þessum flokki eru kraftmestu stangir Spey R8
fjölskyldunnar.  Stangir sem eru gerðar
fyrir stærri ár og bera vel þungar sökklínur og stærstu flugur.  Stangirnar í þessum flokki eru frá 12.6 fetum
upp í 15 fet og eru í fjórum hlutum nema 9140 sem er í 6 hlutum og hentar því
sérlega vel þegar ferðast er um langan veg.

Hér eru á ferð stangir fyrir þá sem veiða gjarnan með þungum
flugum í stærstu ám.


Fjórar gerðir

8126-4 – 12.6 fet
í fjórum hlutum – 198 gr.

Línuþyngd #8 – Skagit línur 575 – 625 grain – Scandi línur
520 – 580 grain

 8136-4 – 13.6 fet
í fjórum hlutum – 214 gr.

Línuþyngd #8 – Skagit línur 575 – 625 grain – Scandi línur
520 – 580 grain

 9140-6 – 14 fet í
sex hlutum – 234 gr.

Línuþyngd #9 – Skagit línur 625 – 675 grain – Scandi línur
550 – 610 grain

 10150-4 – 15 fet
í fjórum hlutum – 283 gr.

Línuþyngd #10 – Skagit línur 675 – 750 grain – Scandi línur
610 – 670 grain

 

 

Hvað er R8 tæknin?

Hin nýja, byltingarkennda R8 tækni gerir okkur kleift að
gera stöng með enn stífara og sterkara hryggjarstykki en um leið næmari
framenda sem eykur tilfinningu veiðimanns fyrir köstunum og flugunni.
Leyndarmál tækninnar er tvíþætt.  Í
fyrsta lægi gerir hinn mikli þéttleiki trefjanna okkur kleift að auka þvermál
stangarinnar hraðar frá fremsta hluta topps sem eykur styrk hennar.  Í öðrulagi gerir hið nýja nanó-herta
bindiefni það að verkum að trefjarnar liggja enn þéttar saman en í öðrum
stöngum en það eykur tilfinningu, flæði og vald frá hönd til flugu.

 

 

Allar
Sage flugustangir eru handgerðar í Bandaríkjunum.

Við erum ekki stór
„andlitslaus“ verksmiðja heldur miklu frekar vinnustaður handverksfólks
sem hannar og býr til heimsins bestu flugustangir með höndum okkar og hjörtum.

Við gerum það með því að skiptast á
hugmyndum og spyrjum okkur alltaf næstu spurningar til þess að skilja hvað gera
þarf til að gera gott ennþá betra.

Hver stöng er gerð fyrir sig á
Bainbridge eyju, utan við Seattle í Washingtonfylki.

Handtökin eru mörg þar sem hver stöng
fer í gegnum hendur 23ja einstaklinga

Við erum á veiðislóð þar sem allar
stangir eru reyndar og þróaðar við allar aðstæður.

Clear

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

SKU: 2058-xxxx Flokkar: , , Tag:

R8 tæknin

Með hinni nýju R8 tæknibyltingu næst fram meiri tenging allt frá handfangi stangarinnar að flugu og aftur til baka sem skilar sér í meiri tilfinningu, bættu orkuflæði og stjórnun.

...

Með auknum þéttleika koltrefja í hinni nýju stöng hefur okkur tekist að bæta svörun stangarinnar í köstum og aukið tilfinningu.Þar sem orkuflutningur stangarinnar hefst nú alveg niður í handfangi ólíkt öllum öðrum stöngum er R8 Corenánast eins og eðlileg framlenging kasthandar og þú færð meiri stjórn á öllu kastferlinu.

Ný "Axial" koltrefjablanda

Háþróaðar nýju koltrefjarnar í bland við nýtt "nanó" hert bindiefnið gerir það að verkum að hægt er að auka þvermál stangarinnar hraðar frá toppi sem aftur leiðir til aukins styrks, eðlilegri orkuflutnings og aukinnar tilfinningar.

Næmni stangartoppsins færir þér mikla tilfinningu fyrir grönnum tökum á jafnvel smæstu þurrflugur.

Sterkur hryggur neðri hluta stangarinnar og næmur toppurinn auðveldar þér að stjórna fiski og ná honum á auðveldan hátt til dæmis frá klettum og gjám, úr straumþunga og á þann stað sem þú villt.

Hreinar koltrefjar

Nýtt og byltingarkennt efnið sem notað er í R8 gerir okkur kleift að framleiða stöng með stífari og sterkari hrygg í neðri hluta stangarinnar en næmari framenda sem eykur tilfinningu í köstum og þegar fiskur er þreyttur. Þessi nýja tækni gerir okkur einnig kleift að pakka meira magni af koltrefjum í dúkinn sem stöngin er gerð úr. Þannig næst fram jafnari orkuflutningur frá toppi niður í handfang sem aftur bætir flæði og stjórn á fluguköstum.

Aukinn styrkur og eðlilegra orkuflæði fæst með háþróaðri koltrefjablöndunni sem heldur hringlaga lögun stangarinnar einnig í þenslu og sveigju.

Sagan á bak við R8


 


SPEY SPECIFIC / FAST ACTION / FINE-TUNED

An effective Spey cast is dependent on
efficient transfers of energy in each of its three key components: the Lift,
Load, and Delivery. Utilizing our proprietary Revolution 8 graphite technology
along the full length of double-handed rod tapers results in a blank with an
unmatched ability to capture and carry power, plus exceptional tracking. Energy
produced during the cast and applied directly to the rod are transmitted
entirely into the line, so Spey casters aren’t required to compensate for lost
energy or imprecise rod reactions. With SPEY R8, casts are smooth, instinctual,
and consistent.

Lift – Adequate stiffness, power, and responsiveness
paired with light weight ensure no efforts are wasted and fatigue is minimum
when lifting long or heavy heads, sink tips and flies.
Load – R8 Technology
maximizes the amount of energy collected in sweep or touch-and-go moves,
carries it into the D-Loop, and transfers it smoothly into the rod.
Deliver
Responsiveness and tracking abilities of R8 Technology diminish lost energy and
reduce lateral movements upon the forward stroke, increasing power and
accuracy.

FINE-TUNED ACTIONS

In designing our new SPEY R8 rods, we
recognized there isn’t a single rod action appropriate for the wide variety of
Spey fishing applications found around the globe. We identified four distinct
Spey rod applications, each with its own unique set of requirements. This new
approach matches rod action to application, ensuring anglers have the most
fine-tuned Spey rod for their fishing. Across the family, our Revolution 8
Technology ensures a remarkably smooth and intuitive feel, no matter the line
configuration.

Action: Switch – Compact Casts In Tight Quarters | 7116-4 8116-4
Action: Lightweight Line Speed
– Accurate Distance With Light Spey Lines | 5126-4 6130-4
Action: Max Versatility
– The Spey Casting Multi-Tool | 7126-4 7130-4 7136-4 8130-4 9130-4
Action: Most Powerful
Maximum Power, Distance & Control | 8126-4 8136-4 9140-6 10150-4

CLASSIC AESTHETICS

Sage’s history designing and building Spey
rods dates back to the late-1980’s – nearly the beginning of the company itself
– when America’s Spey Revolution was just beginning. While the SPEY R8 family’s
performance is a culmination of our most-advanced material technology, blank
designs, and rod weight-length configurations to date, we’ve chosen the
aesthetics as a nod to our deep Spey rod history, the pioneers of this niche
within fly fishing, and of course, the anadromous fish themselves. Every detail
is a thoughtful mix of functional intention and traditional looks. The overall
look feels fresh yet familiar, is distinctively Sage, and inspires you to pick
up the rods and fish them.

Blank Color – Rich and warm, Ale colored blanks paired with
black and gold trim wraps signify the meeting of history, culture, and
innovation.