Nú þegar farið er að kólna og öll stangveiði úti í bili er kominn tími til að dusta rykið af fluguhnýtingaverkfærunum.
Síðustu árin hefur áhugi á fluguhnýtingum vaxið mjög á ný. Gjarnan hefur það verið svo að flestir hnýtarar setjast ekki niður við væsinn fyrr en um áramótin en nú ber svo við að margir fluguhnýtarar eru byrjaðir og verslun með fluguhnýtingaefni og verkfæri er hafin af krafti.
Veggir, hillur og hengi eru nú óðum að fyllast af brakandi fersku efni og tólum til hnýtinga.
Sendingar eru á leiðinni og margar nýjungar verða á boðstólum, nóg af hráefni í öll leynivopnin sem verða til í vetur.
Góða skemmtun við væsinn.
Óli