RIO ÞYTUR er ný spennandi einhendulína sem Rio í Idaho, Bandaríkjunum framleiðir fyrir Veiðihornið. RIO Scandi Outbound er að okkar mati besta heila tvíhendulínan á markaðnum í dag.
RIO ÞYTUR
RIO ÞYTUR er skotlína með stuttum haus með lengri mjókkun en aðrar skotlínur þannig að hún veltir einnig vel fram minni flugum.
RIO ÞYTUR er kraftmikil lína með vel jafnvægisstilltum haus og þyngdarpunkti á hárréttum stað þannig að auðvelt er að hlaða stöngina í kraftmikið framkast jafnvel þegar lítið sem ekkert pláss er fyrir bakköst.
RIO ÞYTUR er þrílit lína með bláum millikafla eða hleðslukafla sem hjálpar okkur að meta hvenær passlega langt er úti til þess að lyfta línu af vatni og hlaða í næsta kast.
RIO ÞYTUR er Premier lína frá RIO, unnin á hefðbundinn sterkan kjarna, með lykkjur á báðum endum og SlickCast kápu sem er sleipasta og endingarbesta kápan á markaðnum.
RIO ÞYTUR er framleidd sem flotlína í línuþyngdum 5, 6, 7 og 8.
Sjáðu stutt kynningarvídeó okkar um ÞYT:
RIO Scandi Outbound
RIO Scandi Outbound er að okkar mati besta heila tvíhendulínan á markaðnum í dag. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því.
Eins og allar betri nútíma flugulínur er Rio Scandi Outbound línan marglit. Rio Scandi Outbound er þrílit. Hausinn er grænn og rennilínan gul. Á milli hauss og rennilínu er appelsínugulur hleðslukafli sem auðveldar að meta þegar hæfilega langt magn er úti af línu til að lyfta henni af vatnsyfirborði og hlaða í nýtt kast.
Uppbygging línunnar er þannig að mesti þunginn liggur aftarlega í hausnum sem mjókkar langt fram og veltir yfir löngum taumum og leggur flugur ljúflega á vatnsyfirborð.
Kápan er SlickCast kápan frá RIO sem er mýksta, sléttasta og endingarbesta kápan á markaðnum í dag.
Teygjulausi ConnectCore kjarninn gerir það að verkum að stöngin hleðst með meiri krafti í bakkastinu, línan svarar betur þegar henni er mendað á vatni og er næmari þegar tökurnar eru grannar.
Rio Scandi Outbound er heil lína og án allra samsetninga
Línan er fáanleg í mörgum línuþyngdum og því fáanleg fyrir allar tvíhendur og allar aðstæður.
Rio Scandi Outbound er auðveld að vinna með og hentar því jafnt byrjendum sem vönustu kösturum.
Rio Scandi Outbound er auðvitað með taumalykkjum á báðum endum.
Rio Scandi Outbound er val vandlátustu veiði- og leiðsögumanna.