Rio Scandi Outbound Elite Tvíhendu skotlína

21.995 kr.

Rio Scandi Outbound Elite

Að okkar mati, besta tvíhendulínan á markaðnum.   Hér eru nokkrar ástæður fyrir því.

Allar betri nútíma flugulínur eru marglitar.  Rio Scandi Outbound Elite er þrílit.  Haus línunnar er grænn og rennilínan gul.  Á milli hauss og rennilínu er appelsínugulur hleðslukafli sem auðveldar þér að meta hve langt þarf að vera úti af línu til þess að stöngin þín hlaðist rétt.

Lína sem er sérstaklega hönnuð og framleidd fyrir Ísland, Skandinavíu og Bretlandsmarkað.

Skotlína með áfastri rennilínu.  Engar leiðinda samsetningar í stangarlykkjunum.

Rio Scandi Outbound er flotlína en gengur mjög vel með Rio Versi Leader sökkendum þegar þarf að koma flugu dýpra.

Rio Scandi Outbound auðveldar byrjendum að ná tökum á tvíhenduköstum og hjálpar vönum kösturum að ná lengra. 

Rio Scandi Outbound Elite er með teygjulausum Connect Core Plus kjarna sem gerir það að verkum að stöngin þín hleðst hraðar, línan svarar betur þegar mendað er á vatni og er næmari þegar tökur eru grannar.

Rio Scandi Outbound er með SlickCast kápunni frá Rio.  Mýksta, sleipasta og endingarbesta kápan á markaðnum.  Kastast betur og rennur betur í lykkjum.

Rio Scandi Outbound er fáanleg í línuþyngdum 6/7 (400gr), 7/8 (460gr), 8/9 (520 gr) og 9/10 (580 gr)

Rio Scandi Outbound er uppáhalds tvíhendulína fjölmargra veiðileiðsögumanna.

Rio Scandi Outbound er vinsælasta flugulínan í Veiðihorninu.

Clear

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Rio