Hreinar og þurrar vöðlur að hausti
– tryggja ánægjulega veiðiferð að vori
Að taka fram vöðlurnar að vori er alltaf jafn spennandi. Við viljum að sjálfsögðu að þær séu í topp standi þegar stutt er í fyrsta veiðitúrinn. Þá er alltaf spurningin hvernig við gengum frá þeim síðasta haust. Þegar gengið er frá vöðlum eftir vertíðina er einkum þrennt sem mikilvægt er að hafa í huga.
Hafi mikið gengið á og vöðlurnar eru skítugar er ekki spurning að skynsamlegt er að þrífa þær og þurrka fyrir vetrardvala. Loks er ágætt ef vöðlurnar hafa lekið að huga að viðgerð áður en þær eru settar í geymslu. Það vill nefnilega gleymast að gera við þær á vorin og ef þær leka þá rifjast oft fljótt upp fyrir eiganda að það var sama staða um haustið.
Gert við göt á vöðlum. Aquasure límið er áreiðanlegt og endingargott.
Að þrífa vöðlur
Að þrífa vöðlur er hægt að gera með því að skola þær ef t.d. síðasti túr var í sjóbirting og þá getur setið sandur í saumum. Ef þær eru hins vegar skítugar mælum við með því að vöðlurnar séu þvegnar. Best er að þvo vöðlurnar í höndunum svo neoprane sokkarnir skemmist ekki. Það eru þvottaleiðbeiningar inni í vöðlunum. Best er að nota þvottaefnið Revivex Pro Cleaner.
Eftir þvott
Þegar vöðlurnar eru þurrar er spreyjað yfir þær með Revivex Durable Water Repellent en það eykur vatnsheldni og kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist í efnið í vöðlunum.
Undirbúningur geymslu
Þegar vöðlur hafa verið þvegnar er afar mikilvægt að tryggja að þær séu skraufþurrar, sérstaklega ef að á að brjóta þær saman og setja inn í skáp. Vöðlur sem ekki fá nægan tíma til að þorna áður en gengið er frá þeim munu mjög líklega mygla um veturinn og eru þá ekki kræsilegar þegar þær eru teknar fram að vori. Myglan getur bæði verið sýnileg eða ekki. En lyktin mun ekki leyna sér þér eigandinn er búinn að klæða sig í þær og vöðlurnar munu leka á saumum og víðar þar sem myglan skemmir öndunarfilmuna.
Hreinar og þurrar vöðlur að hausti tryggja ánægjulega veiðiferð að vori. Þeim tíma sem varið er í að ganga vel frá þessum veiðibúnaði, er afskaplega vel varið.
Simms – eintök eftirþjónusta
Í Veiðihorninu höldum við Simmsdaga þar sem við bjóðum við viðskiptavinum að koma með Simms vöðlur til okkar og fá þær yfirfarnar og lagfærðar auk þess sem við gefum góð ráð varðandi umhirðu, meðferð og vetrargeymslu án endurgjalds.
Simms er eina Gore-tex merkið í vöðlum fyrir stangveiðimenn. Sú staðreynd og einstök eftirþjónustan skilur Simms frá öðrum merkjum.
Vörur í þessar grein
vídeó frá Simms dögum í Veiðihorninu
Texti: Ólafur Vigfússon



