BH Watsons Fancy

340 kr.

Watson´s Fancy með kúlu

Watson´s Fancy er gömul og margreynd fluga.  Upphaflega var hún hnýtt sem hefðbundin votfluga með væng en seinni árin hafa fjölmargar útfærslur af Watson´s Fancy púpum, þurrflugum og jafnvel straumflugum litið dagsins ljós.  Okkur er ekki kunnugt um aðra silungaflugu sem hefur verið hnýtt í svo mörgum útfærslum.

Þessi kunna fluga á skoskan uppruna og er hönnuð af Donald Watson.

(Mynd með þessari flugur er fengin að láni af internetinu þar til okkar mynd verður tilbúin 12.12.23)

Fyrir þá sem hnýta vilja Watson´s Fancy er hér uppskrift sem styðjast má við.
Krókur – Ahrex FW540
Þráður – Svart Semperfli Nano Silk
Vöf – Grannur silfurlitaður Semperfli vír
Búkur – Rauð ull og svört ull í framhluta
Vængstubbur – Nokkrar fanir úr síðufjöður af urtönd
Haus – Kúla

Clear

Shadow Flies