Euro Nymphing með Katka Svagrová

6.500 kr.

Euro Nymphing námskeið með Katka Svagrová

Einstakt tækifæri til þess að læra af hinni bestu.

Námskeiðið fer fram í Veiðihorninu Síðumúla 8 klukkan 18:30  þann 26. júní næstkomandi.
Námskeiðið er í formi fyrirlestrar, myndasýningar og sýnikennslu.  Reiknað er með að námskeiðið taki um 1 og hálfan til tvo klukkutíma.

Katka er margfaldur heimsmeistari í fluguveiði og keppir fyrir landslið Tékklands.

Katka hefur ótrúlega veiðireynslu og hefur veitt í meira en 40 löndum víða um heim og er ambassador fyrir meðal annars Hardy, Rio, Costa og Patagonia.

Á námskeiðinu ætlar Katka að fara yfir Euro Nymphing,
Fara yfir rétta búnaðinn og flugur
Hvernig á að setja upp Euro taum
Hvernig á að ná árangri í Euro Nymphing
“Tips og tricks” við þessa skemmtilegu veiðiaðferð
Stutt sýnikennsla utandyra.

Léttar veitingar í boði.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða og rétt er að hvetja veiðimenn til að skrá sig sem fyrst því aðeins takmarkaður fjöldi kemst að.

Eingöngu er hægt að skrá sig hér í netverslun Veiðihornsins.

Uppselt

Veiðihornið