Ívar Örn Hauksson hnýtir hér hefðbundna Iðu. Ívar rekur glæsilega fluguhnýtingarás á Youtube sem við hvetjum veiðimenn og fluguhnýtara að heimsækja oft.
Iða
495 kr.
Iða
Iða er fornfræg laxafluga hönnuð af Kristjáni Gíslasyni heitnum, þeim mikla fluguhönnuði og hnýtara.
Slavko Grbic tók tvist á Iðu, hnýtti hana á straumflugukrók og notar hana í þessari útfærslu fyrir sjóbirting. Sannast sagna hefur Iða hnýtt í þessari útgáfu reynst feykivel í sjóbirtingsveiði.
Hér er uppskrift af Iðu Slavkos
Krókur – Ahrex NS105
Þráður – Svartur Semperfli Classic Waxed Thread 8/0
Stél – Fanir úr blálitaðri hanahálsfjöður
Búkur – Silfur spunaefni (dub)
Vængur – Svartlitaður strimill úr kanínuskinni.
Hringskegg – Kanína
Haus – Skærappelsínugul keila
Og hér fyrir neðan hnýtir Ívar Örn Hauksson hefðbundna Iðu