Pheasant Tail TBH
380 kr.
Pheasant Tail TBH
Pheasant Tail eða fasanastél er að margra mati besta fluga allra tíma. Uppskrift þessarar mögnuðu flugu er afar einföld en í henni eru aðeins krókur, þráður, koparvír og fanir úr hringfasanafjöður.
Fasanastél er hnýtt í ótal mörgum útfærslum. Löngu áður en kúlur til þynginga komu fram á sjónarsviðið var Pheasant Tail hnýtt þyngd og þá með blývír undir klæðningu.
Myndin sem fylgir þessari flugu sýnir Pheasant Tail TBH en TBH þýðir Tungsten Beadhead og er því afar þung. Flugan sem kemur uppúr boxinu er óþyngd en hún er ekki síðri þannig í réttum aðstæðum.
Eitt er víst að Pheasant Tail verður að vera í boxinu næst þegar þú skreppur í veiði.