Sally

650 kr.

Sally

Sally varð til á bökkum Laxár í Aðaldal og var hönnuð af engum öðrum en Pétri Steingrímssyni.

Það má segja um Sally að hún hafi legið í dvala um nokkurra ára skeið en það er ekki að spyrja að því að þegar veiðimenn fundu hana aftur kom strax í ljós að hér er afbragðs fluga á ferð sem virkar ekki síst síðsumars og fram á haustin.

Myndin með flugu dagsins er af Sally hnýttri á tvíkrækju en þannig var hún upphaflega gerð.  Flugan í boxinu þínu í dag er hins vegar létt klædd Sally sem hentar sérstaklega vel með brugðið Portlandsbragðið rétt aftan við hausinn.

Ívar Örn Hauksson hnýtir Sally á tvíkrækju hér að neðan en Ívar heldur úti skemmtilegri fluguhnýtingarás á Youtube sem við mælum sérstaklega með.

Clear

Shadow Flies