Treksta

Vandaðir Gore-tex gönguskór í veiði og alla útivist.

 

Á þessu ári hófum við sölu á vönduðum gönguskóm frá fyrirtækinu Treksta. Ekkert er til sparað hvar sem litið er á þessa skó en við eigum nokkrar gerðir til á lager.

Treksta Dovre skórinn er millihár skór með Gore-tex filmu sem gerir hann algjörlega vatnsheldan. „Nestfit“ sniðið gerir skóinn víðan og þægilegan yfir tær.  Sólinn er með innbyggðri „IceLock“ hálkuvörn sem kemur sér vel nú þegar fer að frjósa. Treksta Dovre er fáanlegur í mörgum stærðum og tveimur litum.
 
Trekstra Lynx skórinn kemur í þremur hæðum.  6″ skórinn er hefðbundinn skór en Lynx er einnig fáanlegur í 8″ og 10”. Allir Treksta Lynx skórnir eru 100% vatnsheldir og með góðri útöndun enda Gore-tex skór. Treksta Lynx skórnir eru með BOA vírakerfi í stað venjulegra reima og „IceLock“ hálkuvörn.
 

Smelltu á Treksta gönguskóna hér í netverslun Veiðihornsins eða renndu við í Síðumúla 8 og skoðaðu.

Óli

-40%
Uppselt
16.197 kr.
-40%
Uppselt
29.997 kr.