Rio SlickCast – Bylting í flugulínum

Bylting í flugulínum.

Flugulínuframleiðandinn Rio í Idaho í Bandaríkjunum kynnti á þessu ári magnaða nýjung í framleiðslu flugulína, SlickCast.  Flugulínur eru settar saman úr annars vegar kjarna sem gefur línunni styrk og hinsvegar kápu sem gefur flugulínum eiginleika, þ.e. hvort lína fljóti eða sökkvi, hvort línan er með stuttum skothaus eða löngum haus og svo framvegis.

Nýjungin sem Rio kynnti í ár er sem sagt ný kápa sem nefnist SlickCast. Nýja SlickCast kápan er samkvæmt ýtrustu rannsóknum bæði endingarbetri og sleipari en kápur keppinautanna og kastast því betur.

Í sumar fengum við Rio Elite Grand,  Rio Premier Grand, Rio Elite Gold og Rio Premier Gold með SlickCast kápu.  Það þarf ekkert að fjölyrða um það að þessar línur slógu í gegn. Næsta sumar verðum við einnig með vinsælu Rio Single Handed Spey, Rio Outbound Short og fleiri vinsælar Rio línurmeð SlickCast kápunni.  Spennandi.

Hver er munurinn á Rio Elite og Rio Premier línunum?  Jú, hann er sá að Premier línurnar eru með hefðbundnum kjarna en Elite línurnar eru með teygjulausa Intouch kjarnanum.  Kostir við teygjulausan kjarna eru nokkrir.  Til dæmis hlaða flugulínur með teygjulausum kjarna hraðar stangir betur, línur með teygjulausum kjarna svara betur þegar mendað er í straumvatni auk þess sem þær línur eru næmari þegar takan er tæp.

Óli