Nýjar vörur í skotveiðiverslun.

Ný merki í skotveiðiverslun Veiðihornsins.

Veiðihornið hefur tekið við nokkrum nýjum umboðum tengdum skotveiðum og skotfimi.  Fyrstu sendingar voru að koma í hús.

Um vel þekkt merki er að ræða og má þar helst nefna Caldwell, Tipton, Lockdown, UST og Frankford Arsenal.  Vörur þessara merkja eru nú þegar komnar hér í netverslun.  Fleiri merki bætast við nú í vetur og kynnum við þau eftir því sem vörur berast.

Caldwell er þekkt merki en frá Caldwell kemur gott úrval skotstanda, skotskífa og skotmarka auk heyrnarhlífa o.fl.  Frá Tipton kemur gott úrval af heilum hreinsistöngum, burstum, og öðrum vörum fyrir hreinsun og umhirðu skotvopna.  Frá Frankford Arsenal verðum við með skotabox og fleira tengt hleðslu skotfæra og frá Lockdown fáum við meðal annars gikklása.  UST er bandarískt merki yfir útivistarvörur og þaðan koma neyðarljós svo eitthvað sé nefnt.

Óli