Takk!

Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur við nýrri netverslun okkar. 

Við héldum “singles day” sem við kölluðum einstaka daginn hátíðlegan í gær með því að bjóða 30 vörur á 30% afslætti til áskrifenda á póstlista Veiðihornsins. Viðtökurnar fóru langt fram úr okkar vonum bæði hvað varðar magn pantana og skráningar á póstlistana.

Við erum afar þakklát fyrir þær jákvæðu viðtökur sem nýi vefurinn okkar hefur fengið og hvetur það okkur til að vera á tánum og gera enn betur. – Takk fyrir.

Allar ábendingar og athugasemdir um hvað má betur fara hjá okkur eru vel þegnar. 

Óli