Hin fullkomna lausn
Við höfum áður sagt frá því að netgjafabréfin slógu strax í gegn. Þau eru hin fullkomna lausn fyrir þá sem eru alveg á síðustu stundu og eru í vandræðum með að velja.
Ekki síður eru nýju netgjafabréfin heppileg fyrir þá sem kjósa að vera ekki mikið á ferðinni á þessum skrítnu tímum.
Netgjafabréfin eru tilbúin og sendast með tölvupósti um leið og gengið er frá kaupunum. Netgjafabréf er hægt að fá sent til kaupanda sem síðan áframsendir það til eiganda. Einnig er hægt að senda bréfið beint úr kerfinu okkar til eiganda og þriðja leiðin er sú að fá bréfið sent, prenta það út og afhenda það persónulega.
Nýju netgjafabréfin nýtast svo sem greiðsla fyrir allar vörur sem þú finnur í veiðibúð allra landsmanna á netinu. Vöruúrval eykst með hverri vikunni sem líður og verður orðið hreint frábært á vormánuðum.