NÍ: Sex rjúpur á veiðimann í ár

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt mat á stærð veiðistofns rjúpu og veiðiþol.
Samkvæmt mati NÍ eru sex rjúpur á veiðimann þetta haustið. Ráðherra tekur endanlega ákvöðrun um fyrirkomulag veiði.
Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson


Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands hef­ur lagt mat á veiðiþol rjúpna­stofns­ins fyr­ir kom­andi veiðivertíð. Veiðistofn­inn er met­inn 297 þúsund fugl­ar og hafa niður­stöðurn­ar verið kynnt­ar Um­hverf­is­stofn­un með bréfi. Ráðlögð rjúpna­veiði í haust er um 26 þúsund fugl­ar. Í frétt á heimasíðu Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands (NÍ) er farið yfir stöðuna og þar seg­ir: „Veiðistofn rjúp­unn­ar er met­inn 297 þúsund fugl­ar haustið 2022 og ráðlögð veiði er um 26 þúsund fugl­ar eða um sex fugl­ar á veiðimann.“

Rakið er í frétt­inni að taln­ing­ar síðastliðið vor sýndu fjölg­un á flest­um á svæðum frá ár­inu áður. Bent er á að ef miðað er við síðustu tutt­ugu ár þá er stofn­inn yfir meðallagi að stærð en und­ir meðallagi ef horft er til síðustu sex­tíu ára. Pass­ar þetta vel við það sem áður er komið fram að sveifl­ur rjúpna­stofns­ins hafa mjög breyst á þess­ari öld og er nú styttra á milli toppa en áður var, þegar tíu ár virt­ust líða á milli.

Stofn­inn er í upp­sveiflu og er yfir meðallagi þegar horft er til síðustu tutt­ugu ára. Hins veg­ar er hann und­ir meðallagi þegar horft er til sex­tíu ára meðaltals. Ljós­mynd/​mbl.is

Frétt­ir hafa verið sagðar af viðkomu­bresti rjúp­unn­ar á NA – landi og lé­legri viðkomu á Vest­ur­landi. Það þýðir að minna komst upp af unga en hefðbundið er. Stofn­inn er hins veg­ar á upp­leið og varð mönn­um það ljóst strax í vor.

Í frétt NÍ er tekið fram að ekki ríki ágrein­ing­ur um veiðistofn­inn og ráðgjöf NÍ. Vek­ur þetta nokkra at­hygli þar sem oft­ar en ekki hef­ur þetta verið á hinn veg­inn. Orðrétt seg­ir: „Á sam­ráðsfundi full­trúa Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands, um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is, Um­hverf­is­stofn­un­ar, Skot­veiðifé­lags Íslands og Fugla­vernd­ar, sem hald­inn var 29. ág­úst, var eng­inn ágrein­ing­ur um ástand rjúpna­stofns­ins 2022 og ár­ang­ur veiðistjórn­un­ar frá ár­inu 2005 til 2021.“

Nú mun Um­hverf­is­stofn­un taka við þess­um upp­lýs­ing­um og kynna ráðherra stöðuna. Það kem­ur svo í hlut Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar um­hverf­is- og auðlindaráðherra að ákv­arða fyr­ir­komu­lag á rjúpna­veiði þetta haustið.

Sporðaköt leituðu viðbragða hjá for­manni Skot­veiðifé­lags Íslands. Áki Ármann Jóns­son hafði þetta að segja; „Það eru viss von­brigði að viðkom­an hafi ekki verið meiri, við vonuðumst eft­ir veiðistofni upp á 500.000 rjúp­ur en end­um með 300.000. Góðu frétt­irn­ar eru hins­veg­ar þær að stofn­inn er í fjölg­un­ar­fasa og með hóf­legri veiði í haust aukast lík­urn­ar á góðum veiðistofni næsta haust. En viðkom­an er hins veg­ar stóri þátt­ur­inn í stofn­breyt­ing­um, al­mennt hef­ur hún lækkað með ár­un­um, og Skot­vís hef­ur bent á að þarna sé rann­sókn­ar­spurn­ing sem þarf að svara.“

Frétt af heimasíðu NÍ er í heild sinni hér að neðan.

„Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands hef­ur metið veiðiþol rjúpna­stofns­ins haustið 2022 og hafa niður­stöðurn­ar verið kynnt­ar Um­hverf­is­stofn­un með bréfi. Ráðlögð rjúpna­veiði í haust er um 26 þúsund fugl­ar.

Í aðal­atriðum sýndu taln­ing­ar síðastliðið vor fjölg­un rjúpna á nær öll­um taln­ing­ar­svæðum 2021–2022. Staða stofns­ins fer að nokkru eft­ir því við hvaða tíma­bil og hvaða landsvæði er miðað en til lengri tíma litið hef­ur rjúpna­stofn­in­um hnignað. Sé viðmiðið síðustu 20 ár eða svo þá er stofn­inn yfir meðallagi að stærð en und­ir meðallagi sam­an­borið við síðustu 60 ár.

Viðkoma rjúp­unn­ar var mæld í tveim­ur lands­hlut­um 2022. Viðkomu­brest­ur var á Norðaust­ur­landi og lé­leg viðkoma á Vest­ur­landi. Slæmt tíðarfar um vorið og sum­arið er lík­leg­asta skýr­ing­in. Af­föll á 2022 ár­gang­in­um á Norðaust­ur­landi eru þegar orðin það mik­il í lok sum­ars að óvíst er hvort að sú upp­sveifla í stofn­stærð sem hófst í 2021–2022 haldi áfram. Al­mennt hef­ur af­koma unga versnað frá síðustu alda­mót­um sam­an­borið við ára­tug­ina á und­an.

Á sam­ráðsfundi full­trúa Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands, um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is, Um­hverf­is­stofn­un­ar, Skot­veiðifé­lags Íslands og Fugla­vernd­ar, sem hald­inn var 29. ág­úst, var eng­inn ágrein­ing­ur um ástand rjúpna­stofns­ins 2022 og ár­ang­ur veiðistjórn­un­ar frá ár­inu 2005 til 2021.

Veiðistofns rjúp­unn­ar er met­inn 297 þúsund fugl­ar haustið 2022 og ráðlögð veiði er um 26 þúsund fugl­ar eða um sex fugl­ar á veiðimann. Stærð veiðistofns rjúpu haustið 2022 er á pari við fjög­ur lé­leg­ustu árin frá upp­hafi mæl­inga 1995. Rjúp­an er lyk­il­teg­und í fæðuvefn­um og m.a. for­senda fyr­ir til­vist fálka. Hún er á Vál­ista sem teg­und í yf­ir­vof­andi hættu. Í ljósi þessa alls legg­ur Nátt­úru­fræðistofn­un mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirra viðleitni að draga sem mest úr heild­arafföll­um rjúp­unn­ar og afli verði ekki um­fram um 9% af veiðistofni.“

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is