Simms G5 BackZip

Fyrirtækið Simms í Bozeman, Montana hefur um árabil verið leiðandi í framleiðslu á vöðlum, skóm og veiðifatnaði.

Simms er til að mynda eini framleiðandi af vöðlum fyrir stangveiðimenn sem hefur leyfi Gore til þess að framleiða vöðlur úr Gore-tex en því verður ekki mótmælt að Gore-tex er yfirburða öndunarfilma á markaði hvort heldur þegar kemur að vatnsheldni eða útöndun.

Meðal merkustu nýjunga í öndunarvöðlum má nefna að Simms var fyrsti framleiðandi af Gore-tex vöðlum með vatnsheldum rennilás sem fjölmargir veiðimenn þekkja og þakka fyrir en hann reynist afar gagnlegur þegar mikið malt og appelsín er drukkið á bakkanum.

Nýju Simms G5 BackZip Gore-tex vöðlurnar eru nú ekki bara með vatnsheldan rennilás að framan heldur einnig að aftan til aukinna þæginda.

T-Zip rennilásinn sem er algjörlega vatnsheldur er stilltur þannig að auðvelt er að renna snöggt frá og fyrir og opna þannig bakendann þegar brátt ber að.

Enn ein byltingin frá þessu framúrskarandi merki.

Simms G5 BackZip vöðlurnar verða fáanlegar í Gunmetal lit en einnig í MAX7 felumynstrinu sem blandast vel inn í liti náttúrunnar og sést því síður.

 

 

Vissulega gæti það verið þægilegt að eiga Simmz G5 BackZip vöðlur en því miður hefur þessi vara ekki verið framleidd. Þetta er bara góð hugmynd sem fæddist í Veiðihorninu fyrir 1. apríl.

En við eigum gott úrval af heimsins bestu Gore-tex vöðlum frá Simms.

SIMMS vöðlur í netverslun

179.900 kr.209.900 kr.