Stærsti lax úr Grímsá í áratugi

Jón Jónsson með laxinn stóra úr Skarðshyl í Grímsá, sem hann veiddi í morgun. Svo stór lax hefur ekki veiðst í Grímsá í áratugi. Ljósmynd/Guðmundur Sigurðsson


Stærsti lax sem veiðst hef­ur í Grímsá í ára­tugi kom á land rétt fyr­ir há­degi í dag. Það var Jón Jóns­son sem setti í og landaði þess­ari höfuðskepnu.

„Það var búið að segja við mig að það þýddi ekk­ert að veiða Skarðshyl þegar hann væri al­ger speg­ill. Þegar ég kom svo að hyln­um var stafa logn og tveggja gráðu loft­hiti. Ég tók upp mynda­vél­ina og naut þess að mynda svan­ina og still­urn­ar. Líka eyðibýlið og þetta fal­lega haust sem blasti við mér.

Allt í einu heyrðu égsplass fyr­ir ofan mig og sá hvar fisk­ur hafði stokkið. Ég tók stöng­ina, tíu feta sjöu með flotlínu. Á stöng­inni var afar nett­ur­hexacon rauður­Frances. Ég tók nokk­ur köst og þá tók hann. Ég var einn og þetta var full­orðin glíma. Svo stökk hann og fljót­lega stekk­ur hann aft­ur. Þá sá ég vel hversu mik­ill fisk­ur þetta var,“ sagði Jón í sam­tali við Sporðaköst skömmu eft­ir að hann var bú­inn að landa þess­um glæsi­lega hæng.

Þegar hér var komið sögu stóð Jóni ekki á sama. Hann hafði nokkr­um dög­um áður misst svaka­leg­an fisk, ein­mitt í Grímsá og þá í Grafar­hyl, eft­ir tveggja klukku­tíma bar­daga og var Jón þá vopnaður tví­hendu og með átján punda taum.

„Ég vissi af kunn­ingja mín­um aðeins fyr­ir ofan mig. Ég hringdi í hann og bað hann að koma. það var auðsótt mál. Þarna var ég bú­inn að vera með hann á í hálf­tíma. Lax­inn hafði náð að grafa sig í sef og allt var fast. Ég óð upp í hend­ur og náði að koma hon­um úr sef­inu og þá rauk hann niður eft­ir og þá kom Guðmund­ur Sig­urðsson og lax­inn var þá úti í miðjum hyl. Ég kallaði á hann að mig vantaði háf. Hann kom með háf sem var bara ein­hver kett­ling­ur og ég spurði hann hvort hann væri að grín­ast. Háf­ur­inn minn sem ég nota bara í neyðar­til­vik­um eins og þess­um var uppi í bíl og hann langt í burtu. Þannig að ég strandaði bara kvik­ind­inu.“

Sam­an mældu þeir Jón og Guðmund­ur fisk­inn og er þetta sá stærsti af Vest­ur­landi í sum­ar og slík skepna hef­ur ekki veiðst í Grímsá um ára­tuga skeið. 107 sentí­metr­ar en þeir fé­lag­ar tóku ekki um­mál.

„Það er svo magnað að fisk­ur­inn sem ég missti í Grafar­hyl er stóri bróðir þessa. Sá tók pínu­litla Frances túbu. 1/​8 úr tommu held ég og ekki þyngd. Þá hringdi ég í Sigga Valla og hann kom en því miður missti ég þann fisk eft­ir tvo tíma. Svo bara allt í ding og taum­ur­inn fór í sund­ur. Ég vissi að ég var aldrei að fara að landa honum. En hann var mun stærri en þessi sem ég landaði í morg­un.

Ég var svo svekkt­ur með hann og var bara að biðja um eina mynd. En fékk mynd af mér með litla bróður hans. Maður er al­veg upp­tjúnaður eft­ir þetta.“

Og undr­ar eng­an. Þetta var síðasta kastið hjá Jóni. Eins og hann orðaði það sjálf­ur þá nenn­ir maður ekki að fara að kasta á ein­hverja sex pund­ara eft­ir þessa viður­eign. Jón hef­ur áður landað laxi sem var yfir hundrað sentí­metr­ar og var það haustið 2012 þegar hann fékk 103 sentí­metra lax.

„Ég er bú­inn að veiða í þrjá­tíu ár í Grímsá og man ekki eft­ir svona fiski.“

Jón sleppti lax­in­um og tók nokk­urn tíma fyr­ir þann gamla að jafna sig.

Jón Þór Júlí­us­son hjá Hreggnasa sem er með Grímsá á leigu seg­ir að sér hafi þótt þess­ar frétt­ir af kær­komn­ar. Það voru alltaf svona fisk­ar í Grímsá í gamla daga og oft komu stærstu lax­arn­ir hjá Stangó ein­mitt úr henni þegar bik­ar var veitt­ur fyr­ir stærsta lax­inn. „Það er ekki laust við að bliki tár á hvarmi. Við viss­um að það væri lang­hlaup að fá þessa fiska aft­ur. Það tek­ur ekki fimm ár. Miklu frek­ar fimmtán. Það er ótrú­legt gleðiefni að sjá þessa fiska aft­ur mætta í Grímsá,“ sagði kát­ur Jón Þór.

Hyl­ur­inn var al­ger speg­ill. Jón tók því bara upp mynda­vél­ina, þar til hann heyrði splass fyr­ir ofan sig. Þetta er lognið á und­an storm­in­um. Ljósmynd/Guðmundur Sigurðsson


Jón með „Litla bróðir“ en engu að síður þann stærsta úr Grímsá í ára­tugi. Ljósmynd/Guðmundur Sigurðsson


Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is