24 flugur til jóla er hið eina sanna jóladagatal stangveiðimannsins.
Í dag hefjum við forsölu á jóladagatölum í netverslun Veiðihornsins. Nöfn allra þeirra sem kaupa 24 flugur til jóla í forsölu lenda í potti. Nafn eins heppins verður dregið úr pottinum á aðfangadagsmorgun og ætlum við í Veiðihorninu að gefa viðkomandi í jólagjöf vinsælustu flugustöngina á markaðnum, Sage R8 Core að eigin vali en stangirnar eru framleiddar í línuþyngdum frá 3 til 8 og í lengdum frá 9 til 10 fet. Verðmæti jólagjafarinnar er 179.900 krónur.
Jóladagatöl Veiðihornsins seldust upp í forsölu 2022 og 2023 og fengu miklu færri en vildu. Tryggðu þér eintak af þessu vinsæla jóladagatali í forsölu strax í dag í netverslun.
Jóladagatölin í ár verða tvö eins og í fyrra: 24 silungaflugur til jóla og 24 laxaflugur til jóla. Í dagatölunum eru 24 flugur til jóla, ein fyrir hvern dag frá 1. til 24 desember. Allar flugurnar í dagatalinu eru vandaðar og vel hnýttar af fluguhnýturunum okkar hjá Shadow Flies.
Hverri flugu fylgir QR kóði sem færir eigandanum frekari upplýsingar um fluguna, upplýsingar um hvernig á að veiða með henni, upplýsingar um höfund hennar og uppskrift eða skemmtileg frásögn.
Hvað aðhafast þeir á sumrin?
Veiða auðvitað í heiðavötnum, ám og lækjum. Hinn frábæri teiknari Halldór Baldursson hjálpaði okkur að draga upp fáeina veiðisveina við uppáhalds iðju sína á sumrin en allar frekari upplýsingar um veiðisveinana er að finna í dagatölunum sjálfum. Hönnuðurinn okkar Heimir Óskarsson sá um heildar útlit dagatalanna 24 laxaflugur til jóla og 24 silungaflugur til jóla og snillingarnir hjá Shadow Flies sjá um vel hnýttar, fallegar og umfram allt veiðnar flugur.
24 silungaflugur til jóla og 24 laxaflugur til jóla. Tryggðu þér eintak strax í dag.