Riffilskot í minni hlaupvíddum

Við höfum uppfært vöruflokk riffilskota í litlum hlaupvíddum í netverslun.

Gott úrval af 22 lr., 22 short, 17 HMR og 22 WMR er nú orðið sýnilegt í netverslun ásamt upplýsingum um kúlugerð, þyngd og hraða.

Fljótlega uppfærum við vöruflokk riffilskota í stórum hlaupvíddum en þar eigum við einnig gott úrval af helstu hlaupvíddum frá Remington, Barnes, Federal og Sellier & Bellot. Fylgstu með okkur á netinu.

Óli