Byssuskápagámur

Ný byssuskápasending kemur til landsins í næstu viku. 

Við vonumst til að geta hafið afgreiðslu úr sendingunni í lok vikunnar. Í þessari sendingu eru skápar fyrir annars vegar 5 byssur og hins vegar 7 byssur. 

Skápana finnur þú hér í netverslun okkar og á verði sem var í gildi þegar þeir voru til síðast. Þegar allur kostnaður liggur fyrir sjáum við hvort verðið haldist en eins og alkunna er þá hefur flutningskostnaður frá Asíu tvöfaldast til þrefaldast síðustu misserin. Við vitum að margir eru að bíða eftir þessum skápum.

Óli